News

Við höfum opnað verslun!

Posted by Vera Knútsdóttir on

Það kom loksins að því að við opnuðum verslun. Við erum með horn í Gallerý Snotru, Kirkjubraut 5 á Akranesi og bjóðum ykkur hjartanlega velkomin til okkar. Við erum með opið þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga frá 11:00-18:00 og fyrsta laugardag í mánuði frá 12:00-14:00. Við erum alltaf með smá úrval af barnafötunum okkar á slá og einnig taubleyjurnar, boosterana og lambúshetturnar. Erum líka með smá úrval af fjölnota andlitsgrímunum en eingöngu er hægt að kaupa þær í búðinni hjá okkur. Það má alltaf senda okkur skilaboð á Facebook og Instagram. Senda okkur tölvupóst á litlamusin hjá litlamusin.is eða hringja í...

Read more →


Við óskum eftir fyrirsætum!

Posted by Vera Knútsdóttir on

Nú er svo komið fyrir okkur að mýslurnar tvær sem hafa sinnt fyrirsætustörfunum hingað til eiga allt of mikið af fötum. Við viljum því leita til ykkar til að hjálpa okkur í markaðssetningu. Okkur vantar börn á aldrinum 6 mánaða til 5 ára til að sitja fyrir á myndum fyrir okkur. Samkomulagið yrði þannig að þú færð send föt frá okkur (til eigu) og hefur 3 vikur til þess að senda okkur stíliseraða mynd af barninu í fötunum. Myndin má vera tekin inni eða úti og verður að vera í góðum gæðum. Við fáum svo að nota myndina til að...

Read more →