Við höfum opnað verslun!

Posted by Vera Knútsdóttir on

Það kom loksins að því að við opnuðum verslun. Við erum með horn í Gallerý Snotru, Kirkjubraut 5 á Akranesi og bjóðum ykkur hjartanlega velkomin til okkar. Við erum með opið þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga frá 11:00-18:00 og fyrsta laugardag í mánuði frá 12:00-14:00.

Við erum alltaf með smá úrval af barnafötunum okkar á slá og einnig taubleyjurnar, boosterana og lambúshetturnar. Erum líka með smá úrval af fjölnota andlitsgrímunum en eingöngu er hægt að kaupa þær í búðinni hjá okkur.

Það má alltaf senda okkur skilaboð á Facebook og Instagram. Senda okkur tölvupóst á litlamusin hjá litlamusin.is eða hringja í okkur í síma 867-5632

 

Hlakka til að taka á móti ykkur!

 

Vera