Tenglar fyrir snið

Ég er oft spurð að því hvar hægt sé að fá falleg snið af barnafötum og hvort að hægt sé að kaupa snið af Litlu músinni en svo er ekki. Ég hef því tekið saman nokkrar síður þar sem hægt er að kaupa falleg snið í pdf formatti og prenta út heima. 

Eftirfarandi síður eru í miklu uppáhaldi hjá mér: 

Brindille & Twig er með einföld, þægileg og falleg snið á börn frá 0-14 ára. Þar er einnig hægt að finna eitthvað af sniðum fyrir konur. 

Little Lizard King er með einstaklega falleg snið fyrir börn á aldrinum 0-14 ára og fyrir konur. Einnig er að finna snið fyrir bútasaum. 

Made by Runi er með fjölbreytt snið fyrir alla fjölskylduna. Hægt er að panta pdf og fá sent útprentað snið heim að dyrum. 

Patterns for Pirates er með fjölbreytt snið fyrir alla fjölskylduna. 

Lowland Kids er með falleg snið fyrir börn á aldrinum 0-10 ára og eitthvað af sniðum fyrir konur. Hægt er að skoða snið eftir færni og því auðvelt að velja snið sem hentar getu hvers og eins.