Sjálfbærni og samfélagsábyrgð

Okkur finnst mikilvægt að stuðla að sjálfbærri þróun og vernda umhverfið með því að bjóða uppá GOTS og/eða ÖKO-TEX vottaðar vörur. Við endurnýtum allar umbúðir og reynum að senda sem flestar vörur í gömlum umbúðum. Ef að við þurfum að kaupa umbúðir sérstaklega fyrir pantanir þá veljum við umbúðir úr umhverfisvænum efnum. 

Við viljum líka tryggja að allar okkar vörur komi frá byrgjum sem huga vel að starfsfólki sínu og þeim sem að vinna hrávöruna og könnum það sérstaklega áður en pantað er og ýta þannig undir samfélagsábyrgð

Ef og þegar við stækkum við verslunina þá munum við halda áfram að bjóða eingöngu uppá umhverfis- og vistvænar vörur og/eða notaðar vörur og stuðla þannig að sjálfbærri þróun.