
Nú er svo komið fyrir okkur að mýslurnar tvær sem hafa sinnt fyrirsætustörfunum hingað til eiga allt of mikið af fötum. Við viljum því leita til ykkar til að hjálpa okkur í markaðssetningu.
Okkur vantar börn á aldrinum 6 mánaða til 5 ára til að sitja fyrir á myndum fyrir okkur. Samkomulagið yrði þannig að þú færð send föt frá okkur (til eigu) og hefur 3 vikur til þess að senda okkur stíliseraða mynd af barninu í fötunum. Myndin má vera tekin inni eða úti og verður að vera í góðum gæðum. Við fáum svo að nota myndina til að markaðssetja fötin og efnin okkar. Við munum að sjálfsögðu tagga þig á Instagram þegar að við birtum myndina.
Ef þú hefur áhuga á að vera með sendu okkur þá mynd sem þú hefur tekið af barninu þínu á vera@litlamusin.is og fylltu út þetta form hér
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál!