
Saumanámskeið fyrir byrjendur 15. og 16. október (2 skipti)
Almennt verð 35.000 kr
Námskeið fyrir byrjendur er kjörið fyrir þau sem hafa ekki spreytt sig á saumavélina sína í fatasaumi. Á námskeiðinu verður farið yfir öll helstu atriði sem þarf að hafa í huga þegar flík er saumuð. Allt frá því að mæla og finna rétta stærð, taka upp snið, velja efni sem hentar, sníða o.s.frv.
Nemendur koma með sína eigin saumavél og læra að vinna á sína vél. Hægt er að vera búin að velja snið og koma með sér eða velja snið úr sníðabókunum sem við erum með í sölu. Það má einnig koma með sitt eigið efni en í boði er einnig að kaupa efni hjá okkur í verkefnið á 30% afslætti.
Byrjað verður á því að velja snið, finna út rétta stærð og reikna út hversu mikið efni þarf í flíkina. Svo er efnið valið, snið tekið upp og efnið sniðið til. Áður en hafist er handa að sauma er vélin þrædd og farið yfir nálar og valin rétt nál fyrir efnið sem valið hefur verið. Farið yfir sporin og hvaða spor henta o.s.frv. Við útvegum þeim sem þurfa nálar rétta nál í verkið.
Athugið að um takmarkað pláss er að ræða! Námskeiðið verður 2 skipti sem eru um 4 tímar í senn svo að öll ættu að geta klárað verkefnið sitt á námskeiðinu. Athugið að námskeiðið verður haldið í húsnæði Hver á Akranesi.
Léttar veitingar á staðnum.
Staðsetning: Gamla Landsbankahúsið, Suðurgötu 57, 3. h, Akranesi
Dagsetning: 15. og 16. október
Tími: 11:00-17:00