Fjölnota andlitsgríma - plíseruð

Almennt verð 2.650 kr

Afhendingarmáti valinn í greiðsluferlinu

Fjölnota andlitsgrímur fyrir börn og fullorðna (athugið að andlitsgrímur eru alls ekki ætlaðar fyrir börn yngri en 3 ára). 

  • x-small: 7-12 ára eða fyrir smávaxna (15 cm langsum og 17 cm á breidd) 
  • Small: fullorðinsstærð ("kvennastærð") (16,5 cm langsum og 18,5 cm á breidd)
  • Medium: fullorðinsstærð ("karlastærð") (17,5 cm langsum og 20 cm á breidd) 
  • Large: Fullorðinsstærð (18,5 cm langsum og 20 cm á breidd) 

ATHUGIÐ! Þessar grímur eru aðeins stærri en panel grímurnar. Ef að þú notar M í panel þá þarftu S í þessum. (Sjá neðst mynd hvernig best er að mæla sig til að fá rétta stærð). 

Fleiri litir og mynstur eru væntanleg! 

Andlitsgrímurnar eru þrefaldar úr 100% bómull, miðjulag úr polypropelene non-woven filter efni, og með vasa fyrir filter. Gríman er einnig með nefvír sem hægt er að fjarlægja fyrir þvott og skipta út ef þarf. Þvoið á 60°C - helst með fullri vél. Æskilegt er að þvo andlitsgrímuna áður en hún er notuð í fyrsta sinn. 

Athugið að andlitsgríman kemur ekki í veg fyrir COVID19 smit. Ef að þú ert með einkenni kvefs eða inflúensu áttu ekki að nota þessa grímu. Mikilvægt er að fylgja öllum tilmælum yfirvalda og þvo sér vel um hendurnar með sápu og spritta vel. 

Áður en að gríman er sett upp er mikilvægt að þvo hendur vel og spritta. 

Þessi mynd frá hellosewing.com sýnir hvernig best er að mæla andlitið til að velja rétta stærð