Andlitsgrímur

Grímurnar koma aftur eftir áramót! 

 

Vinsamlegast athugið að ég tek ekki við sérpöntunum á andlitsgrímum! 

ATHUGIÐ AÐ VEGNA GRÍÐARLEGRAR EFTIRSPURNAR ÞÁ TEKUR ALLT AÐ 7 DAGA AÐ FÁ PÖNTUN AFGREIDDA! 


Fjölnota andlitsgrímur fyrir börn og fullorðna (athugið að andlitsgrímur eru alls ekki ætlaðar fyrir börn yngri en 3 ára). 

Panel grímur:

  • Small: 7-12 ára eða fyrir smávaxna
  • Medium: fullorðinsstærð ("kvennastærð")
  • Large: fullorðinsstærð ("karlastærð")
  • X-Large: Fullorðinsstærð 

Plíseraðar (eru með nefvír): 

  • x-small: 7-12 ára eða fyrir smávaxna
  • Small: fullorðinsstærð ("kvennastærð")
  • Medium: fullorðinsstærð ("karlastærð")
  • Large: Fullorðinsstærð 

Athugið að vegna mikillar eftirspurnar getur tekið allt að viku að ganga frá pöntunum á andlitsgrímum. 

Andlitsgrímurnar eru úr 100% bómull, þrefaldar og með vasa fyrir filter. Þvoið á 60°C - helst með fullri vél. Æskilegt er að þvo andlitsgrímuna áður en hún er notuð í fyrsta sinn. 

Athugið að andlitsgríman kemur ekki í veg fyrir COVID19 smit. Ef að þú ert með einkenni kvefs eða inflúensu áttu ekki að nota þessa grímu. Mikilvægt er að fylgja öllum tilmælum yfirvalda og þvo sér vel um hendurnar með sápu og spritta vel. 

Áður en að gríman er sett upp er mikilvægt að þvo hendur vel og spritta. 

Úbbs! Við höfum gleymt að setja vörur í þennan vöruflokk